49. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:12
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:12

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

2) 570. mál - Jafnréttissjóður Íslands Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Dagný Aradóttir Pind frá BSRB og Kolfinna Tómasdóttir frá Ungum athafnakonum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Á fund nefndarinnar komu einnig Tatjana Latinovic frá Kvenréttindafélagi Íslands og Rakel Adolphsdóttir frá Kvennasögusafni Íslands. Auk þess átti nefndin símafund með Katrínu Björk Ríkarðsdóttur og Jóni Fannari Kolbeinssyni frá Jafnréttisstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Nefndin ræddi málið.

3) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:01
Nefndin ræddi málið.

Kl. 09:26
Á fund nefndarinnar kom Tatjana Latinovic frá Kvenréttindafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Kl. 10:00
Þá komu á fund nefndarinnar Valgerður Hirst Baldurs, Sólveig Daðadóttir og Sigurtýr Ægir Kárason frá Q - félagi hinsegin stúdenta. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og Ragnhildur Sverrisdóttir frá Hinsegin dögum og Magnús Hákonarson frá BDSM á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 53. mál - endurskoðun lögræðislaga Kl. 09:33
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ítrekaði beiðni um gestakomur vegna málsins og 282. máls, lögræðislög (fyrirframgefin ákvarðanataka).

5) 282. mál - lögræðislög Kl. 09:33
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ítrekaði beiðni um gestakomur vegna málsins og 53. máls, endurskoðun lögræðislaga.

6) 9. mál - mannanöfn Kl. 09:34
Jón Steindór Valdimarsson óskaði eftir því að málið yrði sett á dagskrá nefndarinnar.

7) Önnur mál Kl. 10:47
Hlé var gert á fundi frá kl. 09:36 til 10:00.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:47